4. umferð lýkur í kvöld

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

4. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Öðrum þeirra var frestað í gær. 

ÍBV og Valur eigast við í Eyjum klukkan 18 en til stóð að sá leikur yrði í gær. Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV tekur þar á móti sínu gamla liði Val þar sem hún leik ferli sínum sem leikmaður. 

Á Selfossi verður KA/Þór í heimsókn og hefst sá leikur klukkan 19. 

ÍBV og Valur eru bæði með 4 stig eftir þrjá leiki, KA/Þór er með 2 stig og Selfoss 1 stig. 

Þá eru fjórir leikir í Grill 66 deild kvenna á dagskrá í kvöld og fjórir í Grill 66 deild karla

mbl.is