Aðgerðin fór eins og hún óttaðist

Þórir Hergeirsson ræðir við Nora Mørk
Þórir Hergeirsson ræðir við Nora Mørk AFP

Norska handboltakonan Nora Mørk þurfti að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla í dag og verður hún frá keppni næstu sex mánuðina, eins og hún óttaðist sjálf. Noregur verður því án Mørk, sem er ein besta handboltakona heims, á EM í lok árs. 

„Þetta fór eins og Nora óttaðist og hún verður frá næstu sex mánuðina," sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Norðmanna í samtali við TV 2 í Noregi. Mørk meiddist þann 5. febrúar síðastliðinn í Meistaradeildarleik ungverska liðinu Györ. 

Batinn gekk vel, þangað til bakslag komu í meiðslin og hún þurfti að lokum að fara í aðgerð. Mørk virkaði svartsýn vegna meiðslanna, en hún hefur verið mikið meidd í gegnum tíðina. 

„Ég er að fara í áttundu aðgerðina á hné og þetta er í fyrsta skipti sem ég brotna algjörlega og hugrekkið og metnaðurinn er að hverfa. Ég veit ekki hvort ég þori að trúa og vona lengur. Þetta er allt svo tilgangslaust," sagði Mørk á dögunum við TV 2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert