Alltof langt hlé á mótinu

Frá leik ÍBV og Selfoss í vikunni. Selfyssingar náðu í ...
Frá leik ÍBV og Selfoss í vikunni. Selfyssingar náðu í tvö stig til Vestmannaeyja í 4. umferðinni. mbl.is/Sigfús Gunnar

Flautað var á ný til leiks í Olís-deild karla á síðasta sunnudag eftir hálfsmánaðar hlé á deildarkeppninni.

Óhætt er að segja að leikmenn liðanna hafi verið eins og kálfar sem hleypt er út að vori. Leikirnir fjórir á sunnudaginn voru hörkuskemmtilegir þótt vissulega hafi frammistaða liðanna verið misjöfn eins og gengur.

Fáir skilja hver var tilgangurinn með hálfs mánaðar hléi á deildarkeppninni á þessum tíma. Megn óánægja ríkir hjá nokkrum þjálfurum deildarinnar og einnig meðal leikmanna sem sá sem þessi orð skrifar hitti og hefur heyrt í síðustu daga. Skilningur er fyrir að gefa landsliðinu tækifæri til þess að koma saman til æfinga eins og gert var. Hinsvegar stóðu æfingar landsliðsins aðeins yfir í þrjá af þessum fjórtán dögum. Vel hefði verið hægt að koma einhverjum leikjum fyrir öðrum hvorum megin við landsliðshelgaræfingarnar.

„Mótið er rétt komið af stað og búið að vinna fínt starf við að markaðssetja það og góður taktur kominn í keppnina þegar skyndilega er gert hálfs mánaðar hlé vegna þriggja daga æfinga B-landsliðsins. Þetta er með öllu óskiljanlegt,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins. Óhætt er að taka undir með honum.

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og er þar er jafnframt birt lið umferðarinnar. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »