Höfum verið þremur mörkum undir en unnið

Einar Sverrisson verður í eldlínunni með Selfoss í dag þegar …
Einar Sverrisson verður í eldlínunni með Selfoss í dag þegar liðið mætir Riko Ribnica á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er hálfleikur í þessu einvígi. Maður hefur verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik en náð að vinna leikinn þegar upp er staðið,“ sagði Einar Sverrisson, leikmaður handknattleiksliðs Selfoss, spurður út í síðari leikinn við Riko Ribnica frá Slóveníu sem hefst á Selfossi klukkan 18 í dag.

Um er að ræða síðari viðureign Selfoss og Riko Ribnica í annarri umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Slóvenarnir unnu fyrri viðureignina ytra, 30:27. „Við höfum séð það svartara í Evrópukeppni,“ sagði hinn þrautreyndi þjálfari Selfoss, Patrekur Jóhannesson, í samtali við Morgunblaðið eftir fyrri viðureignina.

„Við teljum okkur eiga góða möguleika á að snúa taflinu við og komast í næstu umferð keppninnar enda er munurinn á getu liðanna ekki mikill,“ sagði Einar sem er ein skæðasta skytta Selfossliðsins.

Sjá samtal við Einar í heild í íþróttablaðði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert