Vantaði að fara 100 prósent í gegn

Bjartur Guðmundsson sækir að marki Hauka í kvöld.
Bjartur Guðmundsson sækir að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var of stórt. Við vorum að gefa þeim of mikið og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum ekki alveg að fylgja því sem við lögðum upp með í vörninni,“ sagði Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, í samtali við mbl.is eftir 31:22-tap fyrir Haukum í 5. umferð Olísdeildarinnar í kvöld. 

„Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og í vörninni vorum við ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Það vantaði meiri áræðni hjá okkur og fara 100 prósent í gegn en ekki hika.“

Þrátt fyrir aðeins einn sigur í fimm umferðum er Bjartur nokkuð bjartur á framhaldið. 

„Þetta er búið að vera fínt hjá okkur. Við erum að mjatla þetta áfram. Þetta er allt að koma og vegferðin er fín, við verðum að halda áfram,“ sagði Bjartur Guðmundsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert