Óveður setti strik í reikninginn

Frá viðureign Benfica og FH í Lissabon.
Frá viðureign Benfica og FH í Lissabon. Ljósmynd/Benfica

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, fékk að upplifa portúgalskt óveður um helgina þegar FH mætti Benfica í Lissabon í Portúgal í tveimur leikjum í 2. umferð EHF-bikarsins í handknattleik.

Fyrri leik liðanna á laugardaginn lauk með fimm marka sigri Benfica, 37:32, og seinni leiknum í gær lauk með 34:31-sigri Benfica. FH tapaði því einvíginu með átta mörkum. Í leiknum í gær var Bjarni Ófeigur Valdimarsson markahæstur í liði FH með 8 mörk en á laugardaginn var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 10 mörk. Þrátt fyrir tap var Halldór Jóhann nokkuð sáttur með ferðina til Portúgals þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær.

Margt jákvætt þrátt fyrir tap

„Við vorum að elta þá nánast allan tímann í fyrri leiknum en í seinni leiknum var það slæmur kafli undir lok fyrri hálfleiks sem kostaði ekki í raun leikinn þar sem þeir skoruðu þrjú mörk í röð á okkur. Það voru margir strákar að spila sínar fyrstu mínútur í Evrópukeppni og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Þetta Benfica-lið er gríðarlega öflugt og það er engin skömm að því að tapa fyrir þeim. Þetta hefði eflaust getað farið öðruvísi, ef við hefðum spilað heima og heiman, en við ákváðum að gera þetta svona og við stöndum og föllum með þeirri ákvörðun. Þetta voru sveiflukenndar 120 mínútur hjá okkur á móti þessu liði á tveimur dögum en í heild þá er ég sáttur með frammistöðu minna manna.“

Fellibylurinn Leslie reið yfir Portúgal um helgina og olli miklum skaða í ákveðnum bæjarhlutum. Lissabon slapp nokkuð vel en fellibylurinn truflaði þó undirbúning FH-liðsins fyrir seinni leikinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert