Enginn ræður við Fram

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framarar hafa farið á afar sannfærandi hátt af stað í Olísdeild kvenna í handknattleik. Fram er eina taplausa lið deildarinnar þegar fjórar umferðir eru að baki og hefur eiginlega ekki verið nærri því að tapa leik til þessa.

Önnur lið virðast standa Fram nokkuð að baki enn sem komið er, meira að segja Valur sem margir töldu að yrði e.t.v. með besta liðið eftir að skörð voru hoggin í Framliðið í sumar. Valur hefur ekki enn náð að stilla saman strengina með sínum ágæta mannskap.

Engu að síður er sannfærandi byrjun Fram áhugaverð. Hún minnir á framgöngu Fram í deildarkeppninni fyrir tveimur árum þegar liðið vann 12 af fyrstu 13 leikjum sínum og gerði eitt jafntefli. Fyrsti leikurinn tapaðist þá ekki fyrr en í febrúar úti í Vestmannaeyjum. Þessi mikla sigurganga dugði hinsvegar ekki til að hampa deildarbikarnum um vorið því Stjarnan laumaðist fram úr á endasprettinum eftir að hafa lengi vel staðið í skugga Fram. Stjarnan vann þá hreint uppgjör liðanna um deildarmeistaratitilinn í Framhúsinu í lokaumferðinni eftir að hafa unnið bikarkeppnina nokkrum vikum fyrr. Framliðið lét ekki koma fyrir aftur að tapa heimaleik fyrir Stjörnunni og vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2017 í fjórða úrslitaleik liðanna í Framhúsinu.

Nánar er fjallað um Olís-deild kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og lið 4. umferðar birt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert