Aron verður með gegn Montpellier

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson hefur verið kallaður inn í leikmannahóp Barcelona fyrir undanúrslitaleikinn við Evrópumeistara Montpellier á HM félagsliða í handbolta. 

Liðin mætast í dag í Katar þar sem keppnin er haldin. Aron fékk hvíld í gær þegar Börsungar unnu Al Najma frá Barein af öryggi, 37:28. Barcelona hefur unnið keppnina oftast eða þrisvar sinnum, árin 2013, 2014 og í fyrra.

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlín munu einmitt mæta heimamönnum í Al Sadd í hinum undanúrslitaleik mótsins í dag. Bjarki skoraði þrjú mörk fyrir Füchse í gær þegar liðið vann átta marka sigur á brasilíska liðinu Taubate, 33:25.

Bjarki hefur tvívegis orðið heimsmeistari með liði Füchse, árin 2015 og 2016, er liðið lék undir stjórn Erlings Richardssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert