Íslendingaslagur í þýska bikarnum

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fara …
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fara til Berlínar. Ljósmynd/Rhein-Necar Löwen

Það verður Íslendingaslagur í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik en dregið var í dag.

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Füchse Berlín mæta Rhein-Neckar Löwen sem þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson leika með. Löwen er ríkjandi bikarmeistari.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fengu heimaleik á móti Melsungen og Aðalsteinn Eyjólfsson og strákarnir hans í Erlangen spila gegn Hannover-Burgdorf á útivelli.

Drátturinn varð þessi:

Füchse Berlín - Rhein-Neckar Löwen
Hannover-Burgdorf - Erlangen
Kiel - Melsungen
Magdeburg - Göppingen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert