Ákveðið að fjölga liðum á HM

Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins.
Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins. AFP

Á þingi Alþjóðahandknattleikssambandsins í Doha í Katar í dag var tilkynnt að fjölga eigi liðum á heimsmeistaramóti karla og kvenna árið 2021.

Árið 2021 verður heimsmeistaramót karla haldið í Egyptalandi og HM kvenna á Spáni. Þátttökuþjóðir verða 32 á mótinu í stað 24.

Með þessu vill Alþjóðahandknattleikssambandið gefa fleiri þjóðum möguleika á að spreyta sig á stærsta sviðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert