Eyjamenn stungu af í lokin

Kári Kristján Kristjánsson skoraði 10 mörk fyrir ÍBV í dag.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði 10 mörk fyrir ÍBV í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Akureyri og ÍBV áttust við í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Leikurinn fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og var hin besta skemmtun. Bæði lið voru í neðri hluta deildarinnar fyrir leikinn. Akureyri var með tvö stig en ÍBV fimm. Stig voru því nauðsynleg. Eftir mjög jafna viðureign þá voru það Eyjamenn sem unnu sjö marka sigur, 29:22.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur. ÍBV byrjaði vel en um miðbikið komst Akureyri yfir. Eyjamenn áttu svo góðan endasprett og leiddu þeir 16:13 í hálfleik. Töluvert var um mistök hjá leikmönnum en heimamenn í Akureyri fóru illa með mörg skot. Auk þess var markvarsla Akureyringa engin í hálfleiknum, tvö skot á móti átta vörslum gestanna.

Leikurinn hélt áfram að sveiflast í seinni hálfleik. Akureyri kom sér strax inn í leikinn með góðum upphafsspretti og svo var allt í járnum þar til á lokasprettinum þegar Eyjamenn hreinlega stungu af. Þeir skoruðu sex síðustu mörkin og breyttu stöðunni úr 23:22 í 29:22. Heimamenn skoruðu ekki mark síðustu níu mínúturnar og því fór sem fór hjá þeim.

Helsti munurinn á liðunum var markvarslan. Markverðir heimamanna vörðu samtals sjö skot en Kolbeinn Aron Ingibjargarson lokaði marki sínu í lokin og varði samtals 20 skot.

Akureyri 22:29 ÍBV opna loka
60. mín. Hafþór Vignisson (Akureyri) á skot í stöng Boltinn fer svo í Jón Karl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert