Guðrún Ósk frá út árið hið minnsta

Guðrún Ósk Maríasdóttir spilar ekki meira á árinu.
Guðrún Ósk Maríasdóttir spilar ekki meira á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkmaðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir, leikur ekki meira með Stjörnunni á árinu vegna höfuðmeiðsla. Þetta staðfesti Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, í samtali við mbl.is eftir 18:23-tap fyrir Val í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.

Guðrún Ósk kom til Stjörnunnar frá Fram í sumar og hefur hún verið einn allra besti markmaður deildarinnar síðustu ár og er áfallið því mikið fyrir Stjörnuna, sem er aðeins með þrjú stig eftir sex leiki. 

Guðrún fékk tvö höfuðhögg í leik Stjörnunnar og Selfoss í 2. umferðinni og hefur ekki getað spilað síðan. Sebastian var ekki viss um hvenær hann ætti von á Guðrúnu á handboltavöllinn á ný, en í versta falli spilar hún ekki meira á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert