Skoraði 18 mörk í þýsku Bundesligunni

Michael Kraus.
Michael Kraus. Ljósmynd/Stuttgart

Michael Kraus, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands í handknattleik, var svo sannarlega í stuði með liði Stuttgart þegar liðið hafði betur gegn Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handknattleik um nýliðna helgi.

Kraus gerði sér lítið fyrir og skoraði 18 mörk þegar Stuttgart lagði Hannover-Burgdorf 37:34. Þetta er ekki met í þýsku Bundesligunni en metið á Stefan Schröder sem skoraði 21 mark fyrir Hamburg í sigri á móti Stralsunder fyrir átta árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert