Valur einu stigi frá toppnum

Hart barist í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld.
Hart barist í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. mbl.is/Eggert

Valskonur minnkuðu forskot Fram á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta í eitt stig eftir 23:18-sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. 

Fyrri hálfleikur var jafn á nánast öllum tölum. Stjarnan var skrefinu á undan stærstan hluta hálfleiksins en Valsliðið aldrei langt undan. Hálfleikurinn var langt frá því að vera vel spilaður og gerðu bæði lið mjög mikið af klaufalegum mistökum.

Valskonur urðu aðeins betri eftir því sem leið á hálfleikinn og var staðan í leikhléi 10:9, Val í vil. Markmenn beggja liða spiluðu vel í hálfleiknum. Hildur Einarsdóttir varði níu skot í marki Stjörnunnar og Íris Björk Símonardóttir átta hjá Val.

Valur byrjaði betur í síðari hálfleik og náði fljótlega fjögurra marka forystu, 14:10. Þá skoraði Stjarnan þrjú í röð og minnkaði muninn í 14:13. Valskonur náðu þá aftur fínum kafla, en aftur svaraði Stjarnan með sínum kafla og var staðan þegar seinni hálfleikur var hálfnaður 16:15, Val í vil.

Þá náði Valur enn og aftur þriggja marka forystu, 19:16, en í þetta skiptið náði Stjarnan ekki að svara og tvö stig fóru til Valskvenna. 

Stjarnan 18:23 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Valskonur sýndu betri leik í seinni hálfleik og það nægði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert