Bjarni úrskurðaður í bann

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Fritzson, þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.

Bjarni hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og ÍR í Olís-deildinni á Akureyri um síðustu helgi. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Bjarni mun því ekki stýra ÍR-liðinu í næsta leik sem er heimaleikur á móti FH fimmtudaginn 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert