Haukar gerðu góða ferð á Selfoss

Maria Pereira skoraði 7 mörk fyrir Hauka í kvöld.
Maria Pereira skoraði 7 mörk fyrir Hauka í kvöld. mbl.is//Hari

Haukar höfðu betur á móti Selfossi á útivelli 27:25 í lokaleik 6. umferðar í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld.

Haukar höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik 14:10 og með sigrinum er Hafnarfjarðarliðið komið með 6 stig eins og nýliðar HK og KA/Þórs í 4.-6. sæti deildarinnar. Selfoss rekur hins vegar lestina með aðeins eitt stig.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Harpa Sólveig Brynjólfsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Sara Boye Sörensen 1.

Mörk Hauka: Maria Pereira 7, Turid Samuelsen 5, Berta Lind Jóhannsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Ramune Pekarskyte 1.

mbl.is