Landsliðshópurinn fyrir undankeppni HM

Arna Sif Pálsdóttir er á sínum stað í landsliðshópnum.
Arna Sif Pálsdóttir er á sínum stað í landsliðshópnum. mbl.is/Valgarður Gíslason

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í vináttuleikjum í Noregi og í undakeppni HM í Makedóníu. Einn leikmaður í hópnum hefur ekki áður leikið landsleik, en það er HK-ingurinn Sigríður Hauksdóttir. 

Hópurinn heldur til Noregs til æfinga og verða vináttuleikir þar þriðjudaginn 20. nóvember við Kína kl. 18 og 22. nóvember við Noreg kl. 14. Landsliðið heldur svo til Skopje og tekur þar þátt í undakeppni HM.

Í undankeppni HM er Ísland í riðli með Aserbaídsjan, Makedóníu og Tyrklandi. Leikir Íslands eru eftirfarandi:
Fös. 30. nóv. kl. 19 Ísland – Tyrkland
Lau. 1. des. kl. 17 Ísland – Makedónía
Sun. 2. des. kl. 17 Ísland – Aserbaídsjan

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið eftirfarandi 16 leikmenn til að taka þátt í þessum leikjum.

Markmenn:
Hafdís Renötudóttir, Boden
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV

Vinstra horn:
Sigríður Hauksdóttir, HK

Vinstri skytta:
Andrea Jakobsen, Kristianstad
Helena Örvarsdóttir, Byåsen
Lovísa Thompson, Valur
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Miðjumenn:
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Hægri Skytta:
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur
Thea Imani Sturludóttir, Volda

Hægra horn:
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Línumenn:
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert