Rosalegur sprettur Guðjóns (myndskeið)

Guðjón Valur fagnar einu af 11 mörkum sínum í gær.
Guðjón Valur fagnar einu af 11 mörkum sínum í gær. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson er magnaður íþróttamaður. Það sýndi hann enn og aftur í gær þegar Rhein-Neckar Löwen skellti ríkjandi Evrópumeisturum Montpellier 37:27 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Það er ekki að sjá að Guðjón Valur verði fertugur á næsta ári. Hann fór á kostum í leiknum og skoraði 11 mörk og hefur þar með skorað 34 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu, er í hópi markahæstu leikmanna.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Guðjón taka rosalegan sprett upp völlinn og skora síðasta mark fyrri hálfleiksins í þann mund sem leiktíminn er að renna út.

mbl.is

Bloggað um fréttina