Axel valdi B-hóp gegn Færeyjum

Morgan Marie Þorkelsdóttir er ein þriggja leikmanna úr toppliði Vals ...
Morgan Marie Þorkelsdóttir er ein þriggja leikmanna úr toppliði Vals í Olís-deildinni sem eru í B-landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Axel Stefánsson hefur valið 20 handknattleikskonur í B-landslið sem kemur saman til æfinga í lok mánaðarins og mætir Færeyjum 24. og 25. nóvember.

Í tilkynningu frá landsliðsþjálfaranum segir að leikmenn úr hópnum geti verið teknir inn í A-landsliðshópinn með stuttum fyrirvara. A-landsliðið leikur í undankeppni HM í Makedóníu um mánaðamótin.

Færeyska landsliðið tekur þátt í forkeppni HM helgina eftir heimsóknina hingað. Liðið, sem er þjálfað af Ágústi Þór Jóhannssyni, verður í riðli með landsliðum Sviss, Litháen og Finnlands. 

Markmenn:
Erla Rós Sigmarsdóttir - Fram
Katrín Ósk Magnúsdóttir - Selfoss

Vinstra horn:
Elva Arinbjarnar - HK
Stefanía Theodórsdóttir - Stjarnan
Ragnhildur Edda Þórðardóttir - Valur

Vinstri skytta:
Ída Bjarklind Magnúsdóttir – Selfoss
Sólveig Lára Kristjánsdóttir – KA/Þór
Morgan Marie Þorkelsdóttir – Valur

Miðjumenn:
Karen Helga Díönudóttir – Haukar
Sandra Erlingsdóttir – Valur
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir – HK

Hægri skytta:
Berta Rut Harðardóttir – Haukar
Sandra Dís Sigurðardóttir – ÍBV
Hulda Bryndís Tryggvadóttir – KA/Þór

Hægra horn:
Dagný Huld Birgisdóttir – Stjarnan
Hekla Rún Ámundadóttir – Haukar
Lena Margrét Valdimarsdóttir – Fram 

Línumenn:
Þórhildur Gunnarsdóttir – Stjarnan
Ragnheiður Sveinsdóttir – Haukar
Berglind Þorsteinsdóttir – HK

mbl.is