Rúnar markahæstur í góðum sigri

Rúnar Kárason fagnaði sigri í kvöld.
Rúnar Kárason fagnaði sigri í kvöld. Ljósmynd/Uros Hocevar

Rúnar Kárason var annar tveggja markahæstu manna Ribe-Esbjerg í kvöld þegar liðið vann Ringsted 27:25 í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Rúnar skoraði fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö. Spenna var í leiknum nánast allt til loka en Ribe-Esbjerg átti lokasóknina og Rúnar innsiglaði mikilvægan tveggja marka sigur með marki í lokin.

Ribe-Esbjerg er nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Ringsted sem er ásamt Lemvig og Mors-Thy í þremur neðstu sætum deildarinnar.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir SønderjyskE sem tapaði óvænt á heimavelli fyrir Mors-Thy, 27:30. SønderjyskE er eftir sem áður í 3. sæti með 14 stig, fjórum stigum á eftir efstu liðunum, Bjerringbro-Silkeborg og Aalborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert