Elvar áfram undir smásjá Stuttgart

Elvar Ásgeirsson, sá rauðklæddi, í glímu við tvo ÍR-inga.
Elvar Ásgeirsson, sá rauðklæddi, í glímu við tvo ÍR-inga. mbl.is/​Hari

Handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson kom til landsins í gær eftir að hafa farið í heimsókn til þýska 1. deildar liðsins Stuttgart. Tók hann þátt í æfingu hjá liðinu og gekkst undir viðamikla læknisskoðun.

Það kemur í ljós á næstu tveimur til þremur vikum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hvort Elvar fær formlega tilboð um að ganga til liðs við Stuttgart frá og með næsta sumri.

Elvar hefur leikið afar vel með Aftureldingu í vetur og reyndar sótt mjög í sig veðrið á síðustu árum. Hann er til að mynda markahæsti leikmaður Aftureldingar á yfirstandandi leiktíð með 40 mörk í sjö leikjum.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag segir, að Jürgen Schweikardt, þjálfari liðsins, muni vera áhugasamur um að krækja í Mosfellinginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert