Ólafur með stórleik í sigri á Veszprém

Ólafur Andrés Guðmundsson átti afar góðan leik.
Ólafur Andrés Guðmundsson átti afar góðan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Andrés Guðmundsson átti afar góðan leik fyrir Kristianstad sem gerði sér lítið fyrir og vann stórlið Veszprém, 32:29, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Ólafur skoraði sjö mörk og var markahæstur á vellinum. 

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og Teitur Örn Einarsson eitt fyrir Kristianstad, sem vann sinn fyrsta sigur í A-riðli. Kristianstad er nú með þrjú stig í sjöunda sæti riðilsins eftir sjö umferðir. 

Í D-riðli þurfti Elverum að sætta sig við 30:28-tap fyrir Wisla Plock á útivelli. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í liði Elverum með sjö mörk en Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað. 

Elverum er í fjórða sæti riðilsins með átta stig, tveimur minna en Wisla Plock, sem fór á toppinn með sigrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert