Þrettán íslensk mörk ekki nóg

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sex mörk.
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sex mörk. Ljósmynd/Handball-westwien.at

Íslendingaliðið West Wien varð að sætta sig við 30:26-tap á útivelli fyrir Krems í efstu deild Austurríkis í handbolta í dag. Íslendingarnir þrír í liðinu gerðu alls þrettán mörk en það dugði skammt. 

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sex mörk, Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm og Viggó Kristjánsson tvö. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið sem er með ellefu stig í fimmta sæti. 

Ísak Rafnsson gerði eitt mark fyrir Tirol sem vann Apla Hard á heimavelli, 21:19. Tirol er í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert