Aron með Barcelona á toppnum í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona hafa unnið sex af …
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Pálmarsson skoraði þrjú marka Barcelona þegar liðið vann góðan útisigur á Vardar í Makedóníu í dag, 30:26, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Barcelona er nú með 12 stig á toppi A-riðils, tveimur stigum á undan næstu liðum sem eru Rhein-Neckar Löwen, Vive Kielce og Vardar.

Stefán Rafn Sigurmannsson fagnaði einnig sigri í dag, í Íslendingaslag í Danmörku með Pick Szeged gegn Skjern. Stefán Rafn skoraði þrjú mörk í 29:26-sigri gegn Björgvini Páli Gústavssyni, Tandra Má Konráðssyni og félögum í liði Skjern.

Eftir sigurinn er Pick Szeged með 12 stig í 2. sæti B-riðils, tveimur stigum á eftir toppliði PSG en fimm stigum á undan næsta liði, Nantes. Skjern er með 5 stig í 5. sæti nú þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert