Öruggur sigur Vals á Akureyri

Daníel Freyr Andrésson var sterkur í dag.
Daníel Freyr Andrésson var sterkur í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Valsmenn gerðu góða ferð norður yfir heiðar þar sem þeir lögðu heimamenn í Akureyri Handboltafélagi, 31:22 í Íþróttahöllinni. Frábær frammistaða Daníels Andréssonar í markinu var líklega það sem skóp sigurinn, en annars virtust Valsmenn einfaldlega of sterkir fyrir heimamenn í dag.

Það var jafnræði með liðunum framan af. Valsmenn leiddu með 1-3 mörkum lengst af í fyrri hálfleik og var staðan 12:14 í hálfleik, gestunum í vil. Fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik var það sem reið baggamuninn þegar að gestirnir skoruðu 4 mörk gegn engu heimamanna. Þann mun náðu heimamenn aldrei aftur að brúa og formsatriði fyrir sterkt lið Vals að klára leikinn.

Daníel Andrésson varði 21 skot í marki Vals í dag og var frábær. Sömuleiðis spiluðu þeir Róbert Aron Hostert og Anton Rúnarsson hörkuleik, og skoruðu saman 11 mörk og áttu fullt af stoðsendingum. Hjá heimamönnum var Ihor Kopyshynskyi markahæstur með fjögur mörk og þeir Marius og Arnar vörðu saman 10 skot.

Valsmenn fara í 2. sætið um stundarsakir með 11 stig eftir þennan sigur  en Akureyri situr sem fastast á botninum með 3 stig.

Akureyri 22:31 Valur opna loka
60. mín. Stiven Tobar Valencia (Valur) skoraði mark 22:31 - Heimamenn eru hættir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert