Stjarnan hafði betur gegn Gróttu

Leó Snær Pétursson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Leó Snær Pétursson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Leó Snær Pétursson skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður Stjörnunni þegar liðið vann 27:25-sigur gegn Gróttu í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld. Garðbæingar voru sterkari aðilinn í leiknum en staðan í hálfleik var 13:9, Stjörnunni í vil.

Egill Magnússon fór einnig mikinn í liði Stjörnunnar en hann skoraði sjö mörk. Hjá Gróttu voru þeir Magnús Öder Einarsson og Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstir með fimm mörk hvor. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu.

Grótta er í níunda sæti deildarinnar með 6 stig eftir fyrstu átta umferðirnar, jafn mörg stig og Stjarnan, ÍR, ÍBV og KA en Akureyringar eiga leik til góða. Stjarnan er komin í sjötta sæti deildarinnar með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert