Heim reynslunni ríkari

Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals.
Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals. mbl.is/Árni Sæberg

„Leikmennirnir koma út úr þessu reynslunni ríkari, eftir að hafa spilað á erfiðum útivelli í kjaftfullri höll í beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þetta er mikil reynsla sem þær munu búa að,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta, sem féll um helgina úr leik í Áskorendabikar Evrópu. Valur lék tvo leiki við Quintus í Hollandi, eftir að hafa selt heimaleik sinn, og tapaði þeim fyrri á laugardag 24:20 en þeim seinni 21:20 í gær.

„Fyrir fram var svo sem vitað að þetta yrði erfitt, gegn sterku liði sem er eitt af þeim þremur bestu í Hollandi. Þær eru líka mjög líkamlega sterkar og spila af mikilli ákefð. Í fyrri leiknum gerðum við okkur sek um aðeins of mörg mistök, en seinni leikurinn var mun stöðugri og betri hjá okkur. Frammistaðan [í gær] var í raun virkilega góð og við hefðum allt eins getað unnið þann leik, en heilt yfir litið er þetta hollenska lið örlítið sterkara en við. En ég er ánægður með stelpurnar því frammistaðan og baráttan var virkilega góð,“ sagði Ágúst í gær.

Valur komst meðal annars marki yfir þegar 12-13 mínútur voru eftir af leiknum í gær og fór illa með gott færi til að auka muninn í tvö mörk

Nánar er fjallað um leikina í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert