Kóreuríkin sameinast

Kóreuríkin senda sameiginlegt lið til keppni á HM.
Kóreuríkin senda sameiginlegt lið til keppni á HM. Ljósmynd/IHF

Suður- og Norður-Kórea tefla fram sameiginlegu liði á HM karla í handbolta í janúar, en mótið fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Kórea fékk úthlutað síðasta lausa sætinu á HM í síðasta mánuði, sem boðssæti, sem Alþjóða handboltasambandið getur úthlutað. RÚV greindi frá í dag. 

Kórea verður í A-riðli á mótinnu ásamt Frakklandi, Rússlandi, Þýskalandi, Serbíu og Brasilíu og er riðillinn leikinn í Berlín. Norður-Kórea, ólíkt suðrinu, hefur aldrei keppt á lokamóti HM karla áður. 

Það verða að lágmarki fjórir leikmenn frá Norður-Kóreu í leikmannahópnum og fær kóreska liðið því 20 leikmenn í sínum landsliðshóp í stað 16 leikmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert