Haukar náðu tveggja stiga forskoti

Elvar Ásgeirsson úr Aftureldingu reynir skot að marki Hauka í …
Elvar Ásgeirsson úr Aftureldingu reynir skot að marki Hauka í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hari

Haukar náðu tveggja stiga forskot á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 33:31-sigri á Aftureldingu á útivelli í kvöld. Með sigrinum fóru Haukar upp í 14 stig, en FH og Selfoss eiga leiki til góða og geta jafnað Hauka með sigrum. 

Leikurinn fór hægt af stað og gekk báðum liðum illa að skora fyrstu mínúturnar, en staðan var 2:2 eftir sjö mínútna leik. Þá tóku Haukar við sér og skoruðu næstu fimm mörk og náðu  7:2 forskoti. Eftir það voru Haukarnir skrefi á undan í hálfleiknum.

Hvað eftir annað tókst Haukunum að standa góða vörn og refsa hinum megin með snöggum og góðum sóknum. Miðað við hvernig fyrri hálfleikur spilaðist var mesta furða að munurinn var ekki meira en fjögur mörk í hálfleik, 18:14.

Haukar voru komnir með sjö marka forskot snemma í seinni hálfleik, 24:17. Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk, 30:26, sex mínútum fyrir leikslok. Heimamenn voru hins vegar ekki líklegir til að jafna og nokkuð sannfærandi sigur Hauka leit dagsins ljós. 

Afturelding 31:33 Haukar opna loka
60. mín. Atli Már Báruson (Haukar) skoraði mark Gulltryggir góðan sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert