Geta náð toppsætinu - frestað í Eyjum

Einar Ingi Hrafnsson línumaður Aftureldingar.
Einar Ingi Hrafnsson línumaður Aftureldingar. mbl.is/Þórir Tryggvason

Haukar og Afturelding eiga bæði möguleika á að ná efsta sæti Olís-deildar karla þegar liðin mætast í Mosfellsbænum í kvöld. 

Leikurinn hefst klukkan 20:15 að Varmá en Haukar eru með 12 stig eins og Selfoss og FH. Afturelding er með 11 stig og kemst því upp fyrir með sigri. 

Í Olís-deild kvenna áttu Akureyringarnir í KA/Þór að fara til Vestmannaeyja og leika þar við ÍBV í kvöld. Vegna tafa í samgöngum hefur leiknum verið frestað til kl. 13.30 á morgun. ÍBV er ásamt Val efst í deildinni með 13 stig en KA/Þór er með 8 stig í 5. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert