Skoruðu 27 mörk hjá bestu vörninni

Valskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir kastar að marki Fram í fyrrakvöld. ...
Valskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir kastar að marki Fram í fyrrakvöld. Hildur Þorgeirsdóttir er í þann mund að reyna að koma í veg fyrir skotið. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val, og Steinunn Björnsdóttir, Fram, fylgjast með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag og á morgun fer fram lokaumferð Olís-deildar kvenna á þessu ári. Kvennalandsliðið kemur saman til æfinga og leikja á mánudaginn í Noregi og dvelur þar út vikuna. Landsliðið á sviðið næstu vikur. Það býr sig undir þátttöku í forkeppni HM sem fram fer um mánaðamótin.

Verður þar um krefjandi verkefni að ræða fyrir ungt landslið sem mætir landsliðum Asera, Makedóníumanna og Tyrkja. Þrír leikir á jafnmörgum dögum og aðeins sigurliðið kemst áfram á næsta stig sem fram fer í vor.

KA/Þór sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja 13.30 í og dag og klukkan 16 verður flautað til leiks Hauka og Vals í Hafnarfirði. Á morgun fá Íslandsmeistarar Fram liðsmenn Stjörnunnar í heimsókn klukkan 18 og á sama tíma leiða Selfoss og HK saman hesta sína á Selfossi. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju 8. janúar.

Sjá pistilinn um 9. umferð Olísdeildar kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig að finna úrvalslið 9. umferðar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »