Stefán atkvæðamikill í Íslendingaslag

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sjö mörk í Meistaradeildinni gegn Skjern.
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sjö mörk í Meistaradeildinni gegn Skjern. Ljósmynd/pickhandball.hu

Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæsti leikmaður Pick Szeged með sjö mörk þegar liðið tók á móti Skjern í Meistaradeildinni í handknattleik í Ungverjalandi í dag en leiknum lauk með 33:33-jafntefli.

Leikurinn var afar jafn en Skjern leiddi með einu marki í hálfleik, 15:14. Þegar mínúta var til leiksloka var staðan 33:32, Pick Szeged í vil, en Thomas Mogensen jafnaði metin fyrir Skjern með síðasta skoti leiksins.

Sex af sjö mörkum Stefáns Rafn komu af vítalínunni og þá varði Björgvin Páll Gústafsson tvö skot í marki Skjern, þar af eitt vítakast. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað hjá Skjern sem er í fimmta sæti B-riðils með 6 stig en Pick Szegeder í þriðja öðru sætinu með 13 stig, þremur stigum minna en PSG, eftir fyrstu átta umferðirnar.

mbl.is