Aron með eitt af mörkum umferðarinnar (myndskeið)

Aron með viðurkenningu sína eftir leikinn gegn Vardar.
Aron með viðurkenningu sína eftir leikinn gegn Vardar. Ljósmynd/Twitter-síða Barcelona

Aron Pálmarsson á eitt af fimm fallegustu mörkunum sem skoruð voru í 8. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um helgina.

Aron skoraði glæsilegt mark í sigri Barcelona gegn Vardar 34:26 en Aron átti frábæran leik og var útnefndur maður leiksins.

Aron og félagar eru í toppsæti A-riðilsins en Börsungar eru með 14 stig eftir átta leiki, hafa unnið sjö leiki en tapað einum og eru með tveggja stiga forskot á Kielce.

mbl.is