Ásbjörn í eins leiks bann

Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson. mbl.is/Árni Sæberg

Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ fyrir brot sitt á Róberti Aroni Hostert í leik gegn Val í Olísdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Ásbjörn braut illa á Róberti á lokasekúndum leiksins og fékk í kjölfarið rautt spjald. 

Staðan var 28:28 er Valsmenn lögðu af stað í sókn þegar um fjórar sekúndur voru eftir. Róbert Aron sótti að marki þegar Ásbjörn stöðvaði hann með ljótu broti.

„Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c) en þar sem brotið á sér stað á seinustu þrjátíu sekúndum leiksins er vísað til reglu 8:10 d). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann," segir í yfirlýsingu á vefsíðu HSÍ í dag. 

Ásbjörn missir af leik FH og KA sunnudaginn 2. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert