Góður íslenskur sigur á Kína

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan 30:24-sigur á Kína í vináttuleik í Noregi í dag. Staðan í hálfleik var 13:11, Kína í vil, en glæsilegur seinni hálfleikur íslenska liðsins tryggði góðan sigur. 

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Arna Sif Pálsdóttir skoraði fimm og þær Steinunn Hansdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Thea Imani Sturludóttir skoruðu allar fjögur mörk. 

Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti góðan leik í markinu og varði 18 skot, þar af eitt víti. Íslenska liðið leikur gegn B-liði Noregs á fimmtudaginn kl. 15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert