Stórleikurinn sem aldrei var

Díana Dögg Magnúsdóttir að skora fyrir Val í leiknum gegn …
Díana Dögg Magnúsdóttir að skora fyrir Val í leiknum gegn Haukum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórleikur umferðarinnar náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Er þar átt við viðureign Hauka og Vals í Schenker-höllinni á Ásvöllum á laugardaginn.

Haukar höfðu unnið fimm leiki í röð, allt frá að þeir steinlágu fyrir Val í þriðju umferð í Origo-höll þeirra Valsmanna. Meðan slagviðrið lamdi íþróttahúsið á Ásvöllum að utan þá tóku Valsarar liðsmenn Hauka í karphúsið innandyra. Lokatölur, 30:16, í viðureign liðanna sem voru í öðru og fjórða sæti deildarinnar þegar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson flautuðu til leiks.

„Hvað segir sérfræðingurinn núna um sóknarleikinn hjá okkur?“ sagði glaðhlakkalegur Valsari, þó ekki leikmaður liðsins, sem ég hitti hann eftir leikinn á. „Þetta var flugeldasýning hjá okkur,“ bætti hann við og var heldur en ekki upprifinn yfir liði sínu, og ekki að ástæðulausu. Tveimur dögum áður tapaði Valur fyrir Fram í hörkuleik þar sem bæði sóknar- og varnarleikur Valskvenna brást á lokakaflanum.

Eftir leikinn við Fram varð mér á að gagnrýna sóknarleik Valsliðsins í pistli um 9. umferð deildarkeppninnar á síðum þessa blaðs á laugardaginn var. Ekki svo sem í fyrsta sinn í vetur sem mér verður það á.

Sjá alla greinina og lið 10. umferðar í Olís-deild kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert