Lovísa hlaut höfuðhögg og fór ekki út

Lovísa Thompson meiddist á síðustu æfingu fyrir ferðina til Skopje.
Lovísa Thompson meiddist á síðustu æfingu fyrir ferðina til Skopje. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hélt í morgun af stað til Skopje í Makedóníu þar sem liðið leikur í undankeppni HM um helgina. Liðið varð fyrir skakkaföllum á síðustu stundu.

Lovísa Thompson, leikmaður Vals, hlaut höfuðhögg á æfingu landsliðsins í gærkvöld og ferðaðist því ekki með liðinu út í morgun. Ekki hefur verið kallaður inn nýr leikmaður í hennar stað enn sem komið er.

Áður var ljóst að Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir yrðu ekki með vegna meiðsla. Martha Hermannsdóttir var kölluð inn fyrir Hrafnhildi Hönnu um helgina og Steinunn Hansdóttir hafði áður verið kölluð inn þegar Þórey Anna meiddist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert