Þrettán marka stórsigur á Tyrkjum

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hóf undankeppni heimsmeistaramótsins svo sannarlega með glæsibrag í kvöld þegar það lagði landslið Tyrklands með 13 marka mun, 36:23, í VIP Arena SC Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í Makedóníu.  Ísland var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14, en tók síðan öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og hreinlega keyrðu yfir trykneska liðið.

Næst mætir íslenska liðið landsliði Makedóníu á morgun klukkan 17.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins. Tyrkir átti lengst af í mestu vandræðum með að mæta 5/1 vörn íslenska liðsins þar sem Ester Óskarsdóttir var fremst að vanda. Hún ruglaði leikmenn tyrkneska liðsins í rýminu með öruggum leik sínum. Íslenska liðið náði mest fimm marka forskoti í þrígang á fyrstu 20 mínútum, 12:7, 13:8, og 14:9. Sóknarleikurinn gekk liðlega, ekki síst framan af.  Í stöðun n i 14:9 átti íslenska liðið möguleika á að skorað 15.markið. Það lánaðist ekki og Tyrki náðu að um stund að snúa leiknum sér í hag og skora fjögur mörk gegn einu íslensku og minnka muninn í þrjú mörk. Nær komust þær tyrkensku ekki.

Þegar á og komið var fram yfir miðjan fyrri hálfleik náðu Tyrki aðeins að leysa betur úr erfiðleikum sínum með íslensku vörnina. Þeir hófu að leysa inn á línuna eins og kallað er. Þar með komst ruglingur a fimm manna vörn íslenska liðsins fyrir aftan Ester og tyrkneska liðið fékk nokkur opin færi af línu sem skiluðu mörkum í flestum tilfellum.

Íslenska liðið hélt sjó þrátt fyrir áhlaup Tyrkja undir lokin og hafði öruggt fjögurra marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 18:14, en engu mátti muna að Ester skoraði 19.markið á síðustu sekúndu hálfleiksins en Kekcei markvörður varði naumlega.

Íslenska liðið tók völdin strax í seinni hálfleik og lét kné fylgja kviði eftir fyrri hálfleikinn. Vörnin var afar frábær, sóknarleikurinn vel leikinn auk þess sem Guðný Jenny Ásmundsdóttir lokaði markinu um skeið. Íslenska liðið náði fljótlega  tíu marka mun og gaf ekkert eftir. Lokatölur, 36:23, 13 marka munur sem var vafalaust meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

Sannarlega frábær leikur hjá íslenska liðinu og byrjunin lofar svo sannarlega góðu þar sem allir leikmenn liðsins skiluðu sínu. Næsti leikur við Makedóníu á morgun verður erfiður en þessi frábæri leikur hlýtur að gefa góðan byr í seglin.

Arna Sif Pálsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru markahæstar með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm. Tölfræðin er nánar tíunduð hér að neðan en fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is beint úr keppnishöllinni í Skopje.

Ísland 36:23 Tyrkland opna loka
60. mín. Steinunn Björnsdóttir (Ísland) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert