Fengu fljúgandi viðbragð

Arna Sif Pálsdóttir lét mikið að sér kveða í sínum …
Arna Sif Pálsdóttir lét mikið að sér kveða í sínum 140. landsleik og skorar hér eitt af átta mörkum sínum. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fékk fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Skopje í gærkvöld. Það vann 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, eftir að hafa átt hreint út sagt magnaðan síðari hálfleik þar sem segja má að flestallt hafi gengið upp, jafnt í vörn sem sókn, svo ekki sé talað um markvörsluna sem var afar góð hjá Guðnýju Jennyju Ásmundsdóttur eða ríflega 40% hlutfallsmarkvarsla.

Íslenska liðið var vel undir leikinn búið. Það byrjaði af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin og sendi ákveðin skilaboð til andstæðinga sinna. Tyrkir reyndu að klóra í bakkann og halda sjó en lentu fljótlega í vandræðum gegn framliggjandi vörn íslenska liðsins. Þótt ákveðnar lausnir fyndust af hálfu Tyrkja þegar á leið var það skammgóður vermir. Staðan í hálfleik var 18:14, Íslandi í vil.

Síðari hálfleikur var hins vegar einstefna af hálfu íslensku kvennanna sem léku eins þær sem valdið hafa. Sóknarleikurinn var frábær og var vel stjórnað af Evu Björk Davíðsdóttur. Arna Sif Pálsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Thea Imani Sturludóttir, svo einhverjar séu nefndar, gengu vasklega fram. Hvert leikkerfið á fætur öðru gekk upp og um miðjan síðari hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert