Ágúst og Færeyjar úr leik

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Færeyinga.
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Færeyinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færeyska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, er úr leik í forkeppni heimsmeistaramótsins eftir 23:19-tap fyrir heimakonum í Sviss í dag. Staðan í hálfleik var 11:9. 

Tapið þýðir að Færeyjar enda í þriðja sæti 2. riðils með tvö stig, eins og Litháen og Finnland. Færeyjar eru með betri markatölu en Finnland en slakari en Litháen. Sviss vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og fer áfram í umspil um sæti á HM. 

Kristianna Joensen var markahæst í færeyska liðinu með fjögur mörk. Þar á eftir komu þrír leikmenn með þrjú mörk, m.a Turið Samuelsen, leikmaður Hauka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert