Áhugaverð barátta framundan

Leikmenn Serba fagna sigrinum gegn Dönum í gær.
Leikmenn Serba fagna sigrinum gegn Dönum í gær. AFP

Danmörk, Svíþjóð og Serbía fengu öll fjögur stig í A-riðli Evrópukeppni kvenna í handknattleik en keppni í riðlum A og B lauk í Frakklandi í gær.

Danir máttu sætta sig við tap fyrir Serbum 25:30 en Svíar unnu Pólverja með eins marks mun 23:22 og fyrir vikið er Pólland úr leik eftir að hafa tapað öllum sínum leikjum. Hin liðin þrjú taka öll með sér 2 stig í milliriðil og þurrkast úrslitin gegn Póllandi út. Danmörk vann Svíþjóð 30:29 eftir mikla dramatík en Svíþjóð rétti hlut sinn með sigri á Serbíu 22:21. Eftir tvo hnífjafna leiki komu yfirburðir Serba á óvart í gær en liðið hafði mikið forskot um tíma.

Með þessum þjóðum í milliriðlinum verða firnasterk lið Rússlands og Frakklands ásamt Svartfjallalandi. Óvænt úrslit urðu í gær þegar ólympíumeistararnir frá Rússlandi töpuðu fyrir Slóvenum 29:27.

Heimsmeistararnir frá Frakklandi höfðu betur gegn Svartfjallalandi 25:20. Rússar og Frakkar fengu 4 stig í riðlinum en Svartfjallaland og Slóvenía fengu 2 stig. Svartfjallaland vann viðureignina gegn Slóveníu og kemst þar af leiðandi áfram. Slóvenía skellti því Rússum án þess að eiga möguleika á því að komast áfram. Þar sem Slóvenía situr eftir þá fara Rússar áfram með 4 stig, en Frakkar 2 stig og Svartfjallaland ekkert. Baráttan um að komast í undanúrslit úr milliriðlinum í Nantes verður því áhugaverð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert