Hálfnuð keppni og tvískipt deild

Ásbjörn Friðriksson hefur spilað mjög vel FH-ingum á tímabilinu.
Ásbjörn Friðriksson hefur spilað mjög vel FH-ingum á tímabilinu. mbl.isÁrni Sæberg

Nú er keppni hálfnuð í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni. Deildin hefur skiptst í tvennt þar sem sex lið eru í efri hlutanum og jafnmörg í þeim neðri.

Þótt ekki sé mikill munur í stigum talið á liðinu í sjötta sæti annars vegar og sjöunda sæti hins vegar þá er talsverður munur á getu liðanna tveggja um þessar mundir, Stjörnunni í sjötta sæti og ÍR í sjöunda sæti. Stjarnan er á skriði og hefur unnið fimm leiki í röð, m.a. Selfoss á útivelli í síðustu umferð meðan ÍR gerði jafntefli við botnlið Akureyrar á heimavelli sínum í Austurbergi. Þess utan hefur ÍR-liðið ekki verið sannfærandi það sem af er leiktíð og frammistaða liðsins verið undir væntingum.

Sex efstu liðin, Haukar, Selfoss, Valur, FH, Afturelding og Stjarnan, hafa átt sína góðu og slæmu kafla flest hver fram til þessa. Haukar voru þungir til að byrja með en allt síðan í fjórðu umferð hefur liðið verið á uppleið. Selfoss byrjaði afar vel en heldur lægt flugið síðustu vikur. Sennilega hefur þáttaka liðsins í EHF-keppninni áhrif en mikið álag var á leikmönnum liðsins í október og nóvember af þeim sökum.

Valsmenn hafa jafnt og þétt sótt í sig veðrið eftir því sem á keppnistímabilið hefur liðið og góður sigur liðsins á Haukum í fyrrakvöld undirstrikar það vel. Leikmenn Vals voru þungir framan af og á stundum í erfiðleikum með varnarleikinn. Hann hefur batnað mikið og um leið hefur markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson tekið við sér.

Sjá alla greinina og úrvalslið 11. umferðar í Olís-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert