Ómar Ingi valinn leikmaður mánaðarins

Ómar Ingi í leik með Aalborg.
Ómar Ingi í leik með Aalborg. Ljósmynd/Aalborg

Ómar Ingi Magnússon hefur verið valinn leikmaður nóvembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Ómar Ingi hefur átt afar góðu gengi að fagna með liði Aalborg á leiktíðinni. Í nóvember skoraði hann 31 mark, gaf 27 stoðsendingar, stal tveimur boltum af mótherjum sínum og fiskaði fjögur vítaköst.

Ómar Ingi er sá leikmaður í deildinni sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða 69 talsins og þá er hann á meðal markahæstu leikmanna með 64 mörk.

mbl.is