Valur sló HK út í bikarnum

Frá bikarslagnum í Digranesi í kvöld, HK-ingur reynir að brjótast ...
Frá bikarslagnum í Digranesi í kvöld, HK-ingur reynir að brjótast í gegnum vörn Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Valur er kominn í 8-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir þriggja marka sigur á 1. deildarliði HK í Digranesi í kvöld, 26:23.

Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10. Um er að ræða fyrsta leikinn í 16-liða úrslitum. Umferðin heldur áfram næsta miðvikudag þegar ÍBV mætir Gróttu og Mílan tekur á móti Þrótti.

Vignir Stefánsson og Alexander Már Júlíusson voru markahæstir hjá Val í kvöld með 4 mörk hvor en markaskorunin dreifðist vel á milli manna og skoraði markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson til að mynda eitt mark. Hjá HK var Blær Hinriksson markahæstur með 6 mörk.

mbl.is