Mótmælin hafa áhrif á EM í handbolta

Estelle Nze Minko að skora fyrir Frakka í leiknum gegn …
Estelle Nze Minko að skora fyrir Frakka í leiknum gegn Dönum í gær. AFP

Mótmælin sem hafa verið í Frakklandi síðustu dagana hafa sett strik í reikninginn á Evrópumóti kvenna í handknattleik.

Mómæli hafa verið boðuð nálægt keppnishöllinni í Nantes á morgun og hefur evrópska handknattleikssambandið í samráði við frönsk yfirvöld ákveðið að færa leikina tvo áttu sem áttu að fara fram í Nantes á morgun fram á sunnudaginn.

Þetta eru viðureignir Svía og Frakka annars vegar og hins vegar Serba og Rússa sem mætast í milliriðli Evrópumótsins.

Þetta þýðir að fjórir leikir verða spilaðir í milliriðlunum á sunnudaginn en þá mætast einnig Ungverjaland og Þýskaland og Holland og Rúmenía.

Nokkrum leikjum í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu sem áttu að fara fram um helgina hefur verið frestað vegna mótmælaaðgerða „gulu vestanna“ en um síðustu helgi voru mörg hundruð manns handteknir þegar óeirðir brutust úr í miðborg Parísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert