Barist um heiðurinn á Akureyri

Jón Heiðar Sigurðsson, KA, brýst í gegnum vörn Akureyrar í …
Jón Heiðar Sigurðsson, KA, brýst í gegnum vörn Akureyrar í haust. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Tveir leikir eru á dagskrá Olís-deildar karla í handknattleik í dag. Óhætt er að segja að stórleikur sé á dagskrá norðan heiða.

Akureyri tekur þá á móti KA í Höllinni á Akureyri klukkan 18, en bæði lið eru nýliðar í deildinni í ár. Þetta er annað tímabilið sem liðin leika í sitt hvoru lagi eftir að hafa verið sameinuð undir merkjum Akureyrar í um það bil áratug. Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar í haust og þá voru það KA-menn sem unnu háspennusigur 28:27.

Akureyrarliðunum hefur gengið upp og ofan í deildinni það sem af er vetri. KA er í 8. sæti með átta stig eftir 11 leiki, en Akureyri er í botnsætinu þó aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum.

Hinn leikur dagsins er viðureign Gróttu og ÍBV sem hefst klukkan 16. Grótta er ásamt Akureyri með sex stig í næst neðsta sæti en ÍBV er með átta stig líkt og KA í 9. sætinu.

Leikir dagsins:

16.00 Grótta – ÍBV
18.00 Akureyri - KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert