Hverjir fara á HM í Þýskalandi?

Guðmundur Þórður Guðmundsson fer með sextán leikmenn til Þýskalands en …
Guðmundur Þórður Guðmundsson fer með sextán leikmenn til Þýskalands en tólf til viðbótar verða til taks ef gera þarf breytingar á hópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku og í Þýskalandi í næsta mánuði. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjunum fimmtudaginn 10. janúar í Berlín og Kaupmannahöfn.

Þjóðverjar mæta Kóreubúum en Danir eiga við Sílemenn. Daginn eftir mætir íslenska landsliðið landsliði Króatíu í Ólympíuhöllinni í München. Dagana á eftir taka við hjá íslenska liðinu leikir við Spánverja, Bareina, Japani og Makedóníumenn í riðlakeppninni sem lýkur fimmtudagskvöldið 17. janúar.

Eftir það taka við annaðhvort leikir í milliriðlakeppni eða í forsetabikarnum þar sem eigast við þrjú neðstu lið hvers riðils keppninnar en leikið verður í fjórum riðlum á fyrsta stigi mótsins. Þrjú efstu lið hvers riðils fara í milliriðla sem teknir verða upp á nýjan leik en á undangengnum þremur HM hefur millriðlakeppninni verið sleppt en þess í stað leikið í útsláttarkeppni.

Sjá umfjöllun um HM í handbolta í heild í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert