Enn vinna Aron og félagar

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálm­ars­son og sam­herj­ar hans í Barcelona eru áfram með fullt hús stiga í spænsku efstu deildinni í handknattleik eftir 46:28-sigur á Puente Genil í dag. Barcelona er á toppnum með 28 stig og 14 sigra eftir 14 umferðir.

Heimamenn í Puente Genil eru í 13. sæti og voru einfaldlega númerinu of litlir en staðan var orðin 25:14-í hálfleik, Börsungum í vil. Aron skoraði þrjú mörk mörk í leiknum úr þremur skotum.

Þá halda Stefán Darri Þórsson og félagar í Alcobendas áfram að tapa, nú 32:26-gegn Cuenca en Alcobendas er á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 13 leiki. Stefán skoraði eitt mark í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert