Geta galopnað milliriðilinn

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni á EM.
Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni á EM. AFP

Þórir Hergeirsson og norsku landsliðskonurnar í handknattleik fá tækifæri til að hleypa upp milliriðli II á EM í Frakklandi í kvöld þegar liðið mætir toppliði milliriðilsins: Hollandi. 

Holland er í efsta sætinu með 6 stig þegar liðið á tvo leiki eftir í milliriðlinum. Rúmenía er með 4 stig. Þá koma Þýskaland og Ungverjaland en bæði liðin eiga einungis einn leik eftir. Noregur er með 2 stig og á tvo leiki eftir. 

Með sigri verða Norðmenn því með 4 stig eins og hin liðin þrjú. Rúmenía mætir Spáni í kvöld en þær spænsku eru neðstar í milliriðlinum án stiga. Noregur á eftir að mæta Spáni í síðasta leik sínum. Takist þeim norsku að leggja öflugt lið Hollands í kvöld þá eru ágætar líkur á því að liðið geti náð í 6 stig í milliriðlinum þegar uppi verður staðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert