Stefni auðvitað á lokahópinn

Sveinn Jóhannsson, ÍR.
Sveinn Jóhannsson, ÍR. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 19 ára gamli Sveinn Jóhannsson úr ÍR er líklega óvæntasta nafnið í 28 manna landsliðshópi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sem hann hefur valið til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Þýskaland og í Danmörku í janúar.

„Jú, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér talsvert á óvart en um leið er þetta mikið fagnaðarefni og ég er mjög stoltur. Það er gaman að fá tækifæri til að sýna sig og sanna með A-landsliðinu og þetta er mikill heiður. Þetta segir mér að ég er á réttri leið með það sem ég er að vinna í alla daga á æfingum og öðru slíku. Það er draumur allra að komast í landsliðið svo ég get ekki annað er verið mjög sáttur,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá á leið með ÍR-liðinu á Selfoss þar sem liðin áttust við í Olís-deildinni í gærkvöld.

Sveinn er línumaður sem hefur spilað með öllum yngri landsliðinum og spilaði með U20 ára landsliðinu á í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu í sumar. Hann er uppalinn í Fjölni í Grafarvogi en gekk í raðir ÍR-inga í sumar.

Guðmundur Þórður mun svo 19. þessa mánaðar kynna 20 manna hóp sem mun æfa fram að HM en undirbúningurinn fyrir HM hefst formlega 27. desember.

„Ég held að ég muni ekkert svekkja mig rosalega ef ég kemst ekki í lokahópinn en auðvitað stefni ég á komast í hann,“ sagði Sveinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert